Íslenskt stolt
Ég bý í Malmö í Skåne og er búinn að búa hér síðasta hálfa árið, þetta er allt öðruvísi en í Kaupmannahöfn á þann veg að það er ekki mikið af íslenskum hefðum hér, ég var farinn að sakna íslensku stemmtingunni svolítið þegar ég fór í bíltúr og þá kom þetta allt, ég veit ekki hvað ég sá það oft en það var mjög oft sem að ég keyrði framhjá skilltum sem stóð á “Islands-hestar”, og þá sá ég dýrðina, þetta eru bara þeir allra fallegustu hestar í heimi og þeir eru þekktir en ég vissi bara ekki að þeir væru svona vinsælir víða um veröldina, þarna er hægt að koma og prófa hestana hvenær sem er og ég lít á þetta sem stolt yfir einhverju sem ísland á og mér finnst að við ættum að líta á þetta sem eitt af því allra besta sem við eigum, ég fór svo í lest til Stokkhólms um daginn og á leiðinni þangað sá ég líka skillti sem á stóð “Islands-hestar” þannig að þá vitið þið að þetta er ekki bara í Skåne, kanski eruð það mörg af ykkur sem vitið allt um að það er mikið af þessu í Svíþjóð en ég vissi það allavegana ekki þannig að ég varð mjög stoltur, labbaði meira að segja að einum bóndanum og sagði honum að ég væri íslendingur :D