Námskeið eru nauðsynleg fyrir hestamenn vana sem óvana. Ég er á námskeiði núna hjá Pál Braga og Hugrúnu og hef nú reyndar bara farið í einn tíma og hann var bara og mér virtist hann bara vera fínn kennari. Ég náði nú samt auðvitað að klúðra því og hélt að það væri á fimmtudegi enn það var á miðvikudegi og það var hringt í mig eftir að það byrjaði og ég fékk að koma í tíman á eftir sem var reyndar fyrir byrjendur enn tími engu að síður.
Svo fór ég að tala við strák sem var með mér á námskeiðinu og hann fór að segja mér frá hestunum og fólkinu á námskeiðinu. Ég tek það fram að þetta er námskeið sem er fyrir reiðhest eða keppnishest með áherslu á TÖLT. Þannig að það segir sig sjálft að hesturinn þarf að kunna að tölta og það frekar vel. Enn nei nei ein kemur með 5 vetra fola nýfarinn að stíga í tölt. Alveg merkilegt, hvað er hún að spá, nú veit ég að hún á nó að hestum sem geta tölt. Nú verður hún til þess að það verður alltaf að skipta hópnum og vesen með þennan blessaða hest því að hann kann hreinlega ekki að tölta, allavegana ekki neitt að ráði.
Hvað finnst ykkur um svona, á maður að kvarta eða er ég bara að nöldra, allvegana eru margir mjög ósáttir við þetta.
Enn ég kvet sem flesta til að fara á námskeið því að það er mjög nauðsynlegt og æðislega gaman…