Ég trúði ekki mínum eigin augum á sunnudaginn. Þá trítlaði ég út í hesthús og það var 12 stiga gaddur. Á leiðinni sá ég að það var einhver manneskja á vellinum, sýndist þetta vera stelpa kannski um 12. eða 13. aldursár og hún var eitthvað að bisa við hestinn sinn. Ég pældi ekkert í þessu nema það að mér fannst þetta nú fullt hart að vera að ríða út þá, og alla vega fyrir krakka. Ég man alla vega eftir þessum árum, þá gat ég ekki farið út í frosti nema að allar æðar stífluðust og nefið lokaðist og svona.
Ég kemst loks út í hús, búin að rabba við fólk á leiðinni og það var búið að vera að kvarta í mig hversu kalt væri. Komin inn í hesthús, fer eitthvað að gæla við hrossin og svona, finn mér múl og næ í merina mína til að kemba henni. Kembi henni og klárnum vel og vandlega og sleppi hrossunum svo út til að moka. Er mér þá litið til suðurs og sé þá sömu manneskjuna ennþá á baki (það var allavega liðin þrjú korter ef ekki meira) á sama hrossinu, eða svo virtist vera.
Ég klára að moka og gef og set hrossin inn, sópa og geri mig klára og byrja að trítla heima og sé þá sömu manneskju ríða, á þessu svarta hrossi fram Norðurtröðina. Ég var í sjokki.
Ég var trúlega 1 og hálfa klukkustund úti í hesthúsi og var þessi manneskja þá líklega (ég segi líklega vegna þess að ég veit ekki hvort þetta hafi alltaf verið sama hrossið, en þetta var svart hross og var með stangir) búin að vera á baki í meira en 1 1/2 klst. í 12 stiga gaddi!!! Í gær (mánudagur) sá ég þessi manneskju síðan koma af vellinum þear ég var að labba út í hesthús en þá var 4 stiga hiti. Ég sá hana ekkert meira.
Ég vil vekja althygli á að ef þið sjáið eitthvað svona gerast þá skuluð þið endilega grípa inn í. Við megum ekki, fyrir hrossin, láta svona viðgangast. Manneskjan veit líklega ekki hvað þetta er hættulegt og finnst bara svona gaman á baki. Í þessu tilviki gat ég ekkert gripið inn í en hefði ég mætt henni hefði ég líklega skipað henni að fara af baki, þó svo ég viti ekkert hver þetta er.