Og það er hestur sem að afi minn hefur átt alveg frá því að ég man eftir mér. Hann heitir Frami og er rauðstjörnóttur.Hann er fæddur 1978 og er undan Sleipni frá Ásgeirsbrekku og Grímu frá Akureyri.
Frami var geldur 3 vetra eftir að hafa verið á tamingastöðinni í Gunnarsholti í ár eða svo en undan honum er ein meri sem hefur bara verið notuð sem reiðhross.
Þegar ég var 5 ára “keppti” ég fyrst á þessum hesti og hafði þá bara fengið að fara 3 sinnum á bak á honum áður því hann var mjög viljugur og svolítið frekur en ég … ekkert minna frek… heimtaði að fá að keppa á honum en þetta var nú bara svona upp á gannið keppni á Þingvallareiðinni '92 sem hestafélagið Hörður í Mosfellsbæ fer í árlega.
En við semsagt unnum þarna..held það samt hafi verið hestinum frekar að þakka heldur en mér .. því ég sat bara með lausa tauma og lét hann sjá um sitt.
Þegar þessi hestur var taminn var mesta áherslan lögð á raddskipanir og enn í dag er hægt að segja við hann: “tölt” og þá skiptir hann yfir á tölt, þótt hann sé á harðastökki þá kemur þetta líka yfirferðatölt !
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er hann á 27 vetri en hann er ekki einu sinni farinn að grána. Fæturnir á honum eru bara með þeim heilbrigðustu sem ég hef séð og hann hefur aldrei fengið heymæði, hrossasótt eða neitt.
Allavega þá finnst mér þetta vera besti hestur sem ég mun nokkutíman prufa, bæði gangtegundirnar og skapið. En tilgangurinn með þessari grein var svona að fá að sjá hvaða hestur sé sá besti sem þið hafið prófað!!
skemmtið ykkur!
#16