Jersey djöfullinn er goðsögnar hestur sem hefur ásótt New Jersey og nálæg svæði í 260 ár. Meira en 5000 vitni segjast hafa séð “hestinn” á þessum 260 árum þar sem hann . Það hefur gert usla í þorpum og skemmt þar eigur manna. Einnig hefur skólum og vinnustöðum oft verið lokað vegna ágegni þess. Það erru samt margir sem telja New Jersey djöfulinn vera goðsögn sem lifað hefur með fólkinu á þessu svæði.
Aðrir aftur á móti eru því ósammála og telja vitnin það mörg og sannanir það viðamiklar að ekki verður öðru trúað en að fyrirbærið sé raunverulegt. Hér á eftir rek ég það helsta í sögu fyrirbærisins.
Snemma á 19. öldinni var Commodore Stephen Decatur sjóliðsmaður bandaríska flotans að prófa ný skotfæri er hafði nýverið tekin í noktun. Hann átti bæði að athuga drægi þeirra sem og gæði almennt. Hann var búinn að vera á æfingu nokkra stund er hann sá eitthvað svífa á himnum um 600 metra fyrir ofan sig. Hann undraði sig á þessu sem og félagar hans.
“Við urðum mjög skelkaðir. Sérstaklega þegar fyrirbærið tók beygju og stefndi rakleiðis í áttina til okkar. Án þess að hugsa byrjuðum við að skjóta af fallbyssunum á það. Ein kúlan virtist hæfa, að minnst kosti særa það. Við það virtist dýrið flökkta burt, eins og fiðrildi, uns það hvarf sjónum okkar”.
Eitt af þeim fjölmörgum vitnum er segjast hafa séð Jersey djöfulinn var Joseph Bonaparte, bróðir Napóleons og fyrrverandi Spánarkonungur. Hann sá dýrið 1824 þegar hann var á veiðum.
“Ég hafði verið á veiðum í þriggja daga veiðitúr ásamt greifanum Dan sockol. Við sáum báðir þegar það flaug yfir okkur. Þetta lýktist engum fugli, það var allt of stórt til að vera fugl. Ekki gátum við greint neitt fiður á því heldur. Það var meira eins og vængjuð eðla.”
Á árunum 1859-1896 bar mikið á dýrinu, yfir 1600 manns sögðust hafa orðið þess vart. Á búgörðum var mikið um tap á sauðfé. Heimamenn kváðust heyra einkennileg og skærandi öskur út úr nóttinni. Daginn eftir fundu þeir oft tætta ull eins sauðféið hefði verið tætt í sundur.
Það var ekki bara saðfé sem hvarf. Fólk og önnur húsdýr hurfu sporlaust. Sporin voru alltaf þau sömu eftir árásirnar.
Sumir sögðust hafa orðið fyrir árásum Jersey Djöfulsins en sloppið. Fólk sagði að besta ráðið væri að vera grafkyrr ef það var fyrirbærisins vart. “Allt sem hreyfist er tilvonandi fórnarlamb”.
Fólk heimtaði vernd en allir voru ráðalausir. Dýrið virtist halda sig frá almanna leiðum, gerði svo snögga leifturárás þegar minnst varði. Einnig virtist það kunna betur við sig í myrkvi, en það kom fyrir að sást til þess að degi til.
Staðirnir sem fyrirbærið sást a voru Haddonfield, Smithville, Brigeton, Long Branch, Leeds og Brigantine.
Á ferðalagi um þessa staði sagði W.F.Mayer.
“Það kann að hljóma undarlega. Ég hef aldrei trúað þessum sögum um þennan Jersey djöfulinn en hérna er hann á vörum allra, hvern einasta dag heyrir maður eitthvað nýtt. Fólk er mjög óttaslegið og skýrir það ástæðuna sem á því sem olli mér vangaveltum á þessu ferðalagi mínu að hvers vegna svona fáir eru úti eftir að kvelda tekur. Ég sjálfur fer ekki út að tilgangslausu.”
Það var svo árið 1897 að “síðasta” fregnin barst að “djöflinum”. Og árið 1903 sagði Charles Skinner Prófessor í goðsagnafræðum að “þjóðsagan” um Jersey Djöfulinn hefði runnið sitt skeið. “Enda tilheyrðir svona þvæla ekki öld tækni og vísinda.”
Það virtist vera rétt. Ekkert bar á Jersey Djöflinum í 6 ár. En það var 16 janúar 1909 að ósköpin byrjuðu aftur. Menn sáu spor er lágu útum alla Suður Jersey og allt til Philadelphu. Það voru 147 vitni er kváðust hafa séð “djöflulinn”. Þetta var sú allra viðamesta tilvistasönnun um tilurð dýrsins sögðu menn.
“Það að svona margir sjái fyrirbærið án þess að vita af hvorum öðrum er meira en lítið einkennilegt ef um gabb er að ræða” sagði prófessorinn John walkers.
Það var á sunnudeginum 16. janúar 1909 að fjöldi manna sá hvar fugl-laga dýr flaug eftir götunni. Það flaug reglulega og hafði greinilega góða flugeiginleika. Spor þess voru víða. Þau lágu upp í tré, milli húsþakka eins og stokkið hefði verið á milli þeirra eða svifið. Sporin hurfu stundum á ákveðnum stað og byrjuðu aftur hundruðum metra frá.
Menn skipulögðu eftirför og var safnað saman hóp manna til að veiða þetta forláta fyrirbæri. Erfitt reyndist að elta sporin sökum þess hve slitrótt slóðin lág. Reynt var að notast við hunda en þeir neituðu að elta sporin, sama hvaða hundur var notaður.
Þann 19. jan 1909 var seinasta er spurðist til hestsins. Klukkan 2:30 Voru hjónin Nelson Evans vakin af skrytnum hljóðum. Þegar þau litu út sáu þau hvar um 1.8 metra há skepna stóð rétt fyrir utan gluggann hjá þeim. Þeirra lýsing var keimlýk annara. Skepnan hafði langan háls og um 2 metra að því virtist vængi. Haus þess var lýkastur hesthaus, þó var hann mjórri. Afturfæturnir minntu helst á fætur hegra. Það gekk upprétt á afturfótunum en hafði einnig fram arma og einhverskonar fingur langa fingur á þeim. Við urðum bæði skelkuð, ég og konan. En ég stappaði í mig kjark til að opna gluggan kalla á það. Það snéri sér við og hneggjaði/gelti á mig, eftir það flaug hann á braut…………
Þýdd grein úr enigmatic things 1981
Kv.
Monndance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.