Allavega þá hef ég komist að ýmsu um þetta mál og langar að deila því með ykkur þótt þið sennilega vitið það (flest)
Flestir sem ég þekki nota sver, tvískipt hringamél með stórum hringjum.
Tvískiptu mélin laga sig að gómnum í hrossinu svo hann geti bruðið þau og liðið sem eðlilegast með þau uppí sér, þess vegna eru tryppi oft látin éta með mélin upp í sér áður en byrjað er á frumtamningunni sjálfri. Mélin verða auðvitað að vera temmilega löng eða stutt fyrir hvert hross. Algengast er að íslensku hrossin noti mél sem eru 11.5 cm en það er samt mjög mismunandi.(veit ekki hvort mélastærðin sé öðruvísi á Norðurlandi eins og skeifustærðin)
Þrískipt mél laga sig hins vegar enn betur að gómnum í hestinum en geta líka orðið of löng stundum vegna kubbsins sem er í miðjunni en minnsta stærðin í þeim er oftast 11cm og það meiðir bara hrossið að vera með of stór eða of lítil mél.
Munurinn á sverum mélum og grönnum er sá að sveru mélin eru mýkri fyrir hestinn en þurfa aftur á móti meiri kraft en á móti eru grennri mélin harðari og þurfa minni átak og eru aðeins fyrir góða knapa sem vita upp á hár hvenær á að gefa eftir tauminn svo hrossið meiði sig ekki eða fari að hanga í taumunum.
Svo eru það stærðirnar á hringunum en ég er ekki alveg búin að komast að því ennþá hvaða máli það skiptir en hef svona ágæta hugmynd um það, þannig þið sem vitið nákvæmlega hvernig þetta er endilega tjáið ykkur og ef það er eitthvða sem ég er að þvæla með þá biðst ég fyrirfram afsökunar en vona að þetta sé ekki ALLT eins og sjötíu mín…semsagt kjaftæði!!
takk fyri
#16