Ofboð á hestum er orðið mjög stórt vandamál í dag. Allir eiga hesta sem þeir vilja losna við allt of fáir eru að leita sér að hestum og yfirleitt eru hestarnir sem fólk er að reyna að losa sig við engan vegin nógu góðir.
Góðu hestarnir seljast fljótt, sérstaklega hestarnir í verðflokknum 250,000 - 500,000. Þetta eru virkilega góðir fjölskyldu og frístundakeppnishestar. Hestar sem allir vilja eiga. Enn hestarnir á bilinu 50,000 - 200,000 seljast illa. Oft eru þetta lítið tamdir hestar eða hestar með vandamál og ef þetta er ágætir hestar eru þeir forljótir. Svo að auðvitað vilja fæstir svoleiðis hesta, þá koma hestakaupinn inní allir eru að skipta við alla og jújú maður er heppinn einu sinni og einu sinni og þetta er rosalega gaman enn í 90% tilvika skipturu einni truntu fyrir aðra.
Það þyrfti að koma að stað átaki um að fækka folöldum á ári ekki að halda undir lélegu merarnar og halda færri og betri merum og fá færri enn betri hesta, einnig spilar sláturhúsaverðið mikið inní ég persónulega reyndi að slátra hrossi í haust enn gat það ekki því að ég hefði fengið 3-4 þús fyrir hana og var ekki til í að láta 7 vetra meri fyrir svo lítinn pening þar sem það er besti aldurinn til að slátra á svo að maður keypti hana í undaneldi þar kom ein fjölgunin enn jújú hún var gullfalleg enn biluð í hausnum, og hver er afleiðingin jú alltof mörg hross í landinu. Ég man fyrir 2-3 árum síðan sendi ég 2 gamla 15 vetra klára í slátur og fékk 37.þús fyrir þá og var mjög ánægð þeir voru sóttir og allt.
Einhvað þarf að fara að gera í málinu og ég er alls ekki að segja að ég sé neitt betri enn aðrir eins og þið heyrðuð enn ég geri mér samt grein fyrir vandamálinu.
Í von um betri framtíð…
Fluga.