Ég og Skuggi

Ég man ennþá vel eftir fyrstu keppninni minni! Ég hef þá verið í kringum 8 eða 9 ára.
Ég átti bókina á Fákspori eftir Didda og lá gersamlega í henni og fór eftir öllu sem hann sagði, var sérstaklega áhugasöm um það sem kallaðist 7 dagar til keppni, fór eftir því í einu og öllu!
Bókin var að tala um Gæðingamót (en ég var að fara á litla firmakeppni) en það skipti mig litlu. Ég fékk 17 vetra gamlan hest fósturmóður minnar, Skugga.
Skuggi er lítill brúnn hestur sem tölti ekki undir litlum léttum knapa.
En ég mætti á staðinn og þarna voru allir eldri knaparnar í hestahverfinu; 6 talsins! Ekki hjálpaði það taugunum!

Svo var nafnið mitt kallað inn og inn röltum við Skuggi.
“Allir keppendur eru mættir, þið megið byrja keppni knapar góðir” Og afstað héldum við Skuggi, á fleygiferð á þessu líka “svifmikla?” brokki. Ég var alltaf að auka hraðann og ég man svo vel að á einni langhliðinni stökk gamli upp, ofbauð hraðinn sem ég hafði kosið mér. Ég man vel hvað ég var svekkt og man eftir að hafa sagt við gamla: “Jæja kallinn nú erum við búin að tapa þessu”. Svekkt og súr þá hægi ég niður og bíð eftir úrslitunum og viti menn ég og Skuggi enduðum í 2.sæti!!!!!
En sú gleði stóð stutt þegar ég horfði á þann eina sem ekki komst í verðlaunasæti, það þótti mér ákaflega leiðinlegt!

Ég er búin að læra á auknum keppnisferli að það eru alltaf einhverjir sem komast ekki í úrslit (oft er það maður sjálfur!) og maður verður að taka því einsog alvöru keppnismaður. Það er alltaf ljótt að sjá krakka/unglinga GRENJANDI jafnvel bölvandi hrossinu í sand og ösku! Það er það versta sem maður sér og fer það ákaflega í mig.

En ég pússaði verðlaunapeninginn minn í hálft ár eftir þetta mót.
Og enn þann dag í dag er þetta minn besti árangur.
Þó að keppnin sé talsvert harðari í dag en þegar maður var 8 ára man maður engu að síður alltaf fyrstu keppnina sem maður tók þátt í.

Er það ekki???
————————