Ég er búin að glíma við vandamál síðustu daga og jafnvel vikur.
Þetta vandamál kann ég reyndar ekki að nefna með nafni en það lýsir sér í þá áttina að ég sezt niður og ætla að skrifa eitthvað fróðlegt eða skemmtilegt en orðin sitja bara fözt.
Ég hef sleppt því að leita læknis og held að ég sé bara orðin hress á ný og ætla að reyna að gleðja ykkur með smá grein. ;)
Ég hef séð það gerast oftar en einu sinni að heztamaður hreinlega hættir í hestamennskunni eftir að óhapp á sér stað.
Oftast er það þegar hestur ríkur, verður alveg stjórnlaus og lítið vanir knapar reyna að toga og toga, verðir stýfir úr hræðslu og ……. púff !!
Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að hestur ríkur og kom með ráð í restina.
Kvíði: Hestar geta orðið kvíðnir fyrir einhverju rétt einz og við mennirnir. Algengustu orsök kvíðans eru þegar hestar eru lagðir til skeiðs aftur og aftur, það er lagt of hart af honum, hann er þvingaður til þess að ganga hratt tölt á hörðum og löngum vegi eða einfaldlega hleypt óvægilega.
Hræðsla: Hestar geta einnig orðið hræddir við hluti sem þeir þekkja ekki. Ef þeir hafa ekki verið vandir við að sjá bíla þjóta fram hjá, hluti fjúka eða snögga hreyfingu getur þeim brugðið og tekið á rás.
Særindi: Rokur vegna særinda í munni geta verið mjög alvarlegar.
Ef hestur er með gadd, beislisbúnaður eða hnakkur særir hann eða ef hann er með sár í munninum getur hann fundið mjög svo til við minnstu snertingu. Hann rýkur til þess að forðast sársaukann.
Ég ætla mér að fjalla um rokuhunda sem erfiðara getur verið að meðhöndla.
Þeir eru hreint og beint kaldir og yfirvegaðir og rjúka bara upp af hreinum ofsa.
Þetta er bara frekja og yfirgangur en ekki má alltaf kenna tamningamanninum um heldur hvernig hesturinn er upplagður.
Jæja, til þess að hafa þetta ekki of langt ætla ég að koma með stutt ráð fyrir knapa.
Við verðum öll að vita að hesturinn er lifandi persóna.
Hann getur verið misjafnlega upplagður einz og við öll og er alls ekkert tæki til þess að leika sér með einz og manni hentar.
Ráð við kvíðanum verðum við að leita aftur til frumtamningar þegar hestinum var kennt að stöðva við hljóðmerki.
Knapi þarf að vera alveg eins rólegur og hann mögulega getur og talað við hestinn, sefað hann.
Sama ráð gildir um hræðsluna líkt og kvíðan, hestar rjúka líka vegna ofeldis eða miklar inniveru og er þá best að leyfa þeim að leika sér og hlaupa í gerðinu til að nú úr sem mestum ofsa áður en lagt er á þá.
Rokur vegna særinda geta verið einz og áður var sagt alvarlegar.
Ef sársaukinn var orðinn það mikill heldur hesturinn samt áfram uppteknum hætti með rokurnar og ekkert hægt að gera.
Suma hesta er þó hægt að venja við aftur.
Þá er best að vera á litlu svæði þar sem ekki er hægt fyrir hestinn að rjúka, honum er riðið á feti og byrjað hægt og rólega með allar taumábendingar aftur. Þetta er bezt að gera í svolítinn tíma þar til hesturinn hefur áttað sig á að þetta er í lagi og hann treystir knapanum fullkomnlega.
Í sambandi við rokuhundana þá er bezta bragðið að koma þeim á óvart. Þeim er riðið á stóru svæði með miklu landi og þegar þeir ætla að taka upp þann ósið að rjúka hvetur knapinn hann enn hraðar og hreinlega uppgefur hestinn.
Þegar hesturinn sér að það er honum hreinlega ógerlegt að rjúka þá hættir hann þessu fljótlega.
Ég veit að þessi grein var í lengra lagi, reyndar vegna þess að ég vildi koma þessu öllu frá mér fullkomnlega ef það eru einhverjir einstaklingar sem eiga í vandræðum og vantar svör við þeim.
Ég þakka fyrir mig.
Með kveðju:
Exciting
Með bestu kveðju: