Til að fá hestinn til að “virka” rétt, þarf ásetan að vera í lagi og þá þýðir ekkert að vera eins og heypoki. Til að hesturinn tölti sem best þarf að sitja djúpt í hnakknum, með fæturna niður, en ekki fram eins og 1950!!! Bakið á að vera beint, en ekki stíft. Á brokki þarf maður að vera svolítið eftirgefanlegur, og ekki bara hlunkast upp og niður í hnakknum, heldur lyfta sér smá í takti við hestinn, þannig verður hann svifmeiri, ef þið fattið það sem ég meina, og bakið að sjálfsögðu eins beint og mögulegt er(reyndar ef hesturinn á erfitt með að brokka er gott að halla sér smá fram til að færa þungan þangað). Á feti situr maður djúpt í hnakknum og hreyfir sig með hestinum, þannig getur maður fengið hann til að taka stærri skref (sem gefa hærri einkunn í keppni). Þegar hesturinn er á stökki á ásetan að vera svipuð og á brokki, maður lyftir sér örlítið í takt við hestinn… Ég kann ekki að lýsa ásetunni fyrir skeið, enda er þar sennilega mestur ásetumunur milli manna (svo hef ég nú ekkert mikla reyndslu af því, en það er önnur saga).
Það hefur reyndar verið sagt að áseta sé að einhverju leiti meðfædd, en þó ættu þeir sem eru eins og áðurnefndir heypokar, s.s. lausir í hnakknum og skilja ekkert afhverju hesturinn valhoppar bara eða eitthvað, að athuga hvort þeir geti ekki breytt ásetunni smám saman. Það þarf ekki endilega einhverja “stökkbreytingu”, heldur ættu lítil skref í einu að geta breytt ásetunni til batnaðar. Svo er auðvitað MJÖG mikilvægt að vera ekki stífur… Þó að hestur sé kannski með vinkillyftu getur það dregið mikið úr fegurð parsins ef knapinn er kengboginn með fæturna fram.
Vonandi hjálpar þetta einhverjum, just try it!!! Karensk
_________________________________________________