Undanfarið hefur maður heyrt í fjölmiðlum nýtt hugtak: Umboðmaður Íslenska Hestsins. Þetta hugtak er á vegum landbúnaðarráðuneytisins og þess vegna er það Guðni Ágústsson sem sér um þetta mál.
Ætlunin með umboðsmanni íslenska hestsins er að kynna íslenska hestinn betur fyrir útlöndum og gera hann aðgengilegri, þ.e. að það verði léttara að selja hross út. Þarna inn í kemur líklega lækkun á fargjöldum hrossa út til landa.
Nýverið var fundinn upp hestapassinn, þ.e. að eftir 1. janúar þurfa öll hross sem eru flutt út að vera með hestapassa. Í honum koma fram nafn, litur, hæð, kyn, tegund, foreldrar, númer auk marga annarra hluta. Þetta er kerfi sem hefur verið í notkun t.d. í Bretlandi og eru mörg hross þar komin með svona passa.
En hvað með nýjasta sendiherrann okkar?
Hinn nýi sendiherra er Jónas R. Jónasson, betur þekktur sem stjórnandinn í “Viltu vinna milljón?” á Stöð 2. Jónas segir hins vegar að vinnan í sjónvarpinu taki ekki tíma hans frá sendiherrastarfinu. Hann segir líka að brýnasta verkefni sitt sem umboðsmaður sé að tamningamenn og reiðkennarar þurfi ekki vegabréfsáritun til að komast til Bandaríkjanna. Þetta léttir mikið á mönnum því sumir hafa lent í því að komast ekki inn í landið til vinnu sinnar.
En er þetta gerlegt þrátt fyrir hryðjuverkahættuna sem steðjar að Bandaríkjunum?
Jónas telur það svo vera og endar hér með greininni minni. Ég vona að ykkur hafi líkað lesturinn…
Kv. torpedo