Jæja loksins tók ég nú inn á miðvikudaginn. Ég tók inn 5 hross enn er að fá 3 til viðbótar um næstu helgi.
Mikið er notalegt að byrja veturinn svona snemma og vona ég að sem flestir fari að taka inn því að hrossinn eru svo óeðlilega feit eftir svona gott sumar. Svo auðvitað vill maður ekki ríða út alltaf einn… svo að ég kvet alla til að taka inn sem fyrst…:)
Ég tók núna hest inn í fyrsta sinn sem ég keypti mér í vor og hann er meiriháttar. Hann er moldóttskjóttur með rosalega mikið fax. Hann var kvumpinn inná húsi hjá manninum sem var með hann enn hann er ekki eins kvumpinn í mínu húsi enn er kannski samt ekki að biðja um að láta klappa sér. Ég ætla líklega að selja hann svo eftir nokkra mánuði enn ég keypti hann nú bara til að leika mér að honum og selja hann svo. Ég hugsa að hann gæti orðið nokkuð efnilegur reiðhestur.
Nú á ég bara eftir að fá dýralækni til að ormahreinsa og skaufaþvo. Og svo að járna og raspa. Svo er ekkert annað að gera enn að ríða út…:)
Jæja hvenær ætlar svo fólk að fara að taka inn?