
En þetta er ekki allt… Ef hann er í vondu skapi (hann er með mesta persónuleika sem ég hef séð hjá hesti) þá bítur hann allt og alla, og þar á meðal mig ! Svo öðru hvoru þá er hann bara í gúddífíling og allt er voða jolly og hann er æðislegur í reiðtúrum og umgengni. Hann hefur aldrei hent neinum af baki ennþá, en hann er pínulítið nasty ef hann er pisst og á þá til að hrekkja.
Svo ég er að spá, er hesturinn alveg ótrúlega þrjóskur ? Hann er reyndar ekki mjög gamall og ég veit að hestum á hans aldri finnst ekki mjög gaman að fara einir í reiðtúr. Það er eins og hann sé eitthvað reiður út í lífið en samt er hann ekki lagður í einelti af hinum hestunum eða neitt… Ég hef reynt að vera með honum ein úti í gerði og ég fæ hann til þess að vinna með mér og hlýða mér öðru hvoru en strax næsta dag er allt það gleymt, ég verðlauna honum ef hann stendur sig vel, en samt hefur hann engann áhuga á að standa jafn vel í næsta skifti. :(
Ég ætla að reyna að breyta þessu núna í vetur en það væri gaman að fá ykkar álit að þessu vandamáli. Ég vil ekki fá ráðleggingar frá fólki sem ætlar bara að bulla og vera með eitthvað attitude…
Takk fyrir lesturinn