Er að fara í hestaferð!
Ég er að fara í hestaferð í vetrarfríinu í skólanum. Ég fer til Akureyrara og fer þar með fólki sem á nokkra hesta í ferð yfir fjallið hjá Akureyri samt ekki skíðabrekkuna heldur hinummegin við sjóinn!
Ég fer á hesti sem heitir Tvistur og er góður reiðhestur. Við leggjum af stað einhvern morguninn og förum yfir fjallið eftir mjóum reiðstíg, síðan gistum við í sumarbústað einhversstaðar hinummegin við fjallið. Svo verður það sumarbústaðurinn svona bækistaður, við ríðum bara í svona dagsferðum frá sumarbústaðnum. Við leggjum af stað á morganna og komum heim á kvöldin. Við gistum í sumarbústaðnum í 3 nætur en förum síðan eftir dal við enda fjallsins og heim.
Mig hlakkar ekkert smá til að fara og varla beðið þangað til í vetrarfríinu!
Kveðja/Erna