Rokur eru eitt af því mest pirrandi í fari hrossa… ég á einn hest sem er mikið að rjúka…ég get ekki ætlast til annars en að reiðtúrinn byrji á öðru en nokkur hundruð metra roku. Mér hefur verið sagt að gefa bara taumana til hestsins þegar hann rýkur, eða kvetja hann bara. En ég er svo hrædd þegar hann rýkur, einu sinni gaf ég honum lausann tauminn og hann hljóp í gegnum grindverk. Ég get ekki ímyndað mér hvað hann myndi gera ef ég kvet hann svo í þokkabót. Þetta er mjög góður hestur, en þetta er einn galli….stór galli…..svo þegar hann rýkur þá læsist hann alveg í kjaftinum. Það er ekkert hægt að gera…hann fer bara þangað sem hann vill.

Með bestu kveðjum
KoRitSi
Kv. KoRitSi =D