Ég hef líka lennt í svona hesti…það versta er að ef maður er hræddur stífnar maður sjálfur upp og getur gert illt verra…það er ekkert gaman að vera í reiðtúr á hesti sem þú veist að getur rokið hvenær sem er, ef þú ert að ríða út til gamans. Eftir því sem þeir komast upp með þetta oftar, því erfiðara er að laga það. En það sem ég geri oft, þegar svona stórir gallar eru á ferð er að byrja alveg frá grunni. Ef þú getur það ekki ein að biðja þá um hjálp. Því svona fer ekki bara úr hesti með að ríða út aftur og aftur. Ef þú vilt vikilega laga þetta og setja vinnu í þetta, er þetta besta aðferðin sem ég get gefið þér. (Vona þú skiljir mig þegar ég segi byrja allt frá grunni). Reyndu bara að hafa gaman af og vertu þolinmóð, ef vel til tekst þá ætti þetta að takast og þú færð jafnvel betri hest eftir á:)
Þó þetta gangi ekki upp strax…ekki gefast upp, það má aldrei gefast upp!:)