Þegar ég var ennþá á mínum “gullaldarárum” hvað aðgang að hestum varðar þá fannst mér yfirleitt skemmtilegast að brokksetja skeiðlullara. Það er alveg einstakt þegar maður nær fyrstu brokksporunum. ;]
Ástæðurnar fyrir lulli geta verið af mörgum orsökum, en það er yfirleitt að eitthvað veldur því að hesturinn stífnar upp. Og þegar hestar stífna mikið upp þá aukast líkurnar til muna að þeir byrji að lulla.
Ef byrjað er að brúka hesta sem hafa ekki verið notaðir lengi eiga þeir oft til að lulla, þá sér í lagi ef þær eru í góðum holdum.
Knapi sem rykkir mikið í taumana eða rígheldur í þá skapar einnig spennu sem leiðir til stífni sem orsakar lull.
Hestar sem eru órólegir eiga líka til að lulla þar sem óöryggið spennir þá upp. Í minni reynslu eru þær týpur þó verstar þegar maður vill að þeir feti, því þá hjakkast þeir áfram á hægu lulli og geta alls ekki slakað á.
Einnig byrja margir hestar sem “tölta bara” að skeiðlulla. Mín skoðun er sú að fólk eigi ekki að láta hestana sína “eingöngu tölta” því að álagið sem því fylgir fær hestana oft til að byrja að lulla eða stífna upp. Svo er brokkið einfaldlega bara bráðnauðsynlegt. =)
Merar í folaldseignum er ekki mitt sérsvið en ég get vel ýmindað mér að þeir eigi til að bindast að einhverju leiti því þær eru varla í topp formi í kringum folaldseignir. ;)
Í öllum tilvikum sem ég veit um hefur verið hægt að “laga” þessi hross. Þó er mjög líklegt að þau byrji aftur ef einhver ytri áhrif sem auka spennu koma til aftur. Það er þó mismikil vinna sem til þarf, og fer allt eftir því hver ástæðan er fyrir þessu og hversu lengi þetta hefur gengið fyrir sig.
Þessi aðferð sem þú nefndir er auðvitað eitt af því fyrsta sem maður reynir. En ef að þú ert með forhertan skeiðlullara undir þér þá gerist oft ekki meira en að þeir fara aðeins hraðar. Á lulli. ;)
Persónulega þá notast ég við margar aðferðir til þess að taka á þessu vandamáli. Allt frá gerðisæfingum með það að marmiði að liðka hrossið til þess ráðs að ríða hrossinu á brokki yfir þúfur. Slöngulínur, að halda taumunum örlítið slökum og halda brokkstöðunni, halda sig mikið á brokki/lulli og stundum að nikka létt í tauminn* hefur oft virkað hjá mér. En eins og ég sagði, þá fer það að miklu leiti eftir hestinum hvað er best að gera.
Mjög mikilvægt er að vera ekkert að tölta. Fyrir hest sem er lullgengur þá spennir töltið oftar en ekki hestinn upp.
Svo þegar hesturinn er byrjaður að brokka nokkur spor í einu, þá máttu alls ekki hætta. Þú verður að fylgja þessu eftir þangað til að hesturinn verður nokkuð öruggur á brokkinu og nær að halda því á dágóða stund. Það gerirðu með því að leyfa honum að brokka og ekki vera að fikta neitt í taumunum og tekur kannski slöngulínur eða eitthvað sem krefst þess að hann beiti sér.
Og loks þegar hesturinn dettur alltaf beint á brokkið hjá þér og heldur því vel þá verðurðu aðallega að passa að hann stífni ekki aftur. Varlega verður svo að fara í að byrja að tölta svo að hesturinn læri að beita sér rétt. =)
Eftir allt þetta þá myndi maður búast að knapinn kunni þá nógu vel á hestinn þannig að þetta gerist ekki aftur. =) Þá veistu líka hvaða aðferðir virka og hvernig er best að gera þetta.
* Þegar ég segi nikka í tauminn þá er ég að tala um smáátak á munnin. Alls ekki að rykkja í tauminn því það orsakar frekar spennu en hitt. Oft þegar maður lætur hestinn finna aðeins að taumurinn er þarna þá missa þeir lulltaktinn og detta sjálfkrafa á brokkið. Erfitt að útskýra þetta þó. Veit ekki einusinni hvers vegna ég byrjaði á þessu. ;)