Núna í sumar eru tvö folöld fædd þar sem ég er með hrossin mín í haga en þau er í sér skika.
Ég fór aðeins að pæla í litunum á þeim því þeir eru svo alllt öðruvísi..!
Það eru þarna þrjár merar, tvær af þeim eru búnar að kasta.
Það fór grár stóhestur á þær allar en ég veit ekki hvernig foreldrar hans voru.
Fyrri merin sem kastaði er brjúnskótt með undan dökkbrúnni hryssu og gráum fola. Hún eignaðist folald sem er jarpt og svarfext og með ljósar fætur þannig það verður jarpt, svartfext og svartsokkótt.
Seinni merin var rauðblesótt en hún átti grátt folald…!
svo er ein meri sem á eftir að kasta og hún er bleik..!
hvað haldiði að eigi eftir að koma undan henni??
ég held að það verði annaðhvort leirljóst eða grátt
#16