Þegar kemur að því að velja hnakk þarf passa að hann sé bæði góður fyrir hest og mann. Hnakkurinn á að gefa góða ásetu, því að ásetan skiptir náttla höfuðmáli. Með tímanum þjappast það sem er í undirdýnu hnakksins, og því þarf að fylgjast með. Sé dýnan orðin of þunn getur hún farið að meiða hestinn og valdið sárum og bólgum í baki, því þá leggst hnakkurinn á hrygg hestsins. Sé dýnan orðin þunn þarf að fara með hnakkinn til söðlasmiðs sem bætir í dýnuna og athugar hvort eitthvað annað gæti farið að valda hestinum særindum.
Hnakkar eru dýrmæt eign og þess vegna þarf umhirðan að vera í lagi. Það er góð regla að þvo hnakkinn og bera á hann leðurfeiti eða leðurolíu tvisvar á ári. Þegar hnakkurinn er er þveginn, eru ístöð, gjörð og reiði (ef hann er til staðar) tekið af honum, og hnakkurinn þveginn með volgu vatni og leðursápu, og jafnvel bursti notaður. Það þarf að ná öllum óhreinindum af áður en hnakkurinn er þerraður lítillega með tusku og svo feitin/olían borin á hann. Það á að sjálfsögðu að gera þetta með ístaðsólarnar, reiðann og annað leður sem tilheyrir hnakknum. Það sama á auðvitað að gera með höfuðleður og yfirhöfuð allt leður sem maður notar í kringum hrossin. Það margborgar sig að fara vel með reiðtygin og hugsa rétt um þau, eins ef slit fer að sjást á hnökkum (og hinu dótinu) er sjálfsagt að fara með það til söðlasmiðs til athugunar.
Vonandi hafið þið haft gagn og gaman af þessari grein,
kv. karensk
_________________________________________________