Orri frá Þúfu er höfðingi, það er alveg vitað mál og mér finnst ekki of mikið gert úr honum..
Ég hef riðið fyrstu verðlauna afkvæmi undan honum og séð já, fleiri tugi fyrstu verðlauna hrossa sem eru bara ‘'undan’' honum og svo minnist maður ekki á allan fjöldann sem er aðeins fjarskyldara..
Fólk sem að er að setja út á að það sé of mikið af afkvæmum, haldið þið að landsmótin og íslandsmótin og Íslensk hrossarækt almennt væri skemmtileg ef að maður hefði misst af Andvara frá Ey, Nagla frá Þúfu, Sveini Hervari frá Þúfu, Þorra frá Þúfu, Stíganda frá Leysingjastöðum, Roða frá Múla, Markúsi frá Langholtsparti, Kvist frá Hvolsvelli, Hrym frá Hofi, Skorra frá Blönduósi, Hrafni frá Garðarbæ, Gára frá Auðsholtsjáleigu, bara svo að ég nefni örfá dæmi..
Ég veit að þeir sem hafa kynnst afkvæmum þessara hesta eða þá beint til Orra (sem eru öruglega fáir hér) finnst hann ekki ofnotaður :)
Með kveðju:
Exciting