Ég veit um hest sem er altaf alveg drauglatur á veturna, sama hvort það er verið að teyma hann eða ríða honum. Það þarf hreinlega að halda á honum til að koma honum áfram. Á vorin fer aftur á móti allt að snúast við… hann frískast allur, og frískast eigilega OF mikið. Hann verður stífur, frosinn í beisli og vill bara æða áfram, sérstaklega ef maður er á baki. Ég á ekki þennan hest og ríð honum sjaldan, en sú sem á hann hefur verið í vandræðum með hann útaf þessu. Hann er rosa flottur, alhliða hestur með mjög gott tölt, en þetta vandamál dregur hann soldið mikið niður og það er náttla leiðilegt fyrir eigandann.
Hvað haldiði um hann? Gæti þetta verið vetrarþunglyndi sem breytist svo í sumaræði þegar fer að birta og hlýna?
Kv. karensk
_________________________________________________