Mig langar svolítið að deila hugsunum mínum með ykkur í þetta skiptið og það væri gaman að fá nokkuð sem örfá viðbrögð lesanda..
Nokkuð oft hef ég rekið mig á það að hestamenn láta hágenga töltara villa mikið um fyrir sér.
Oft geta þetta verið hestar með mikið fas, fótaburð, höfuðburð en eru svo alveg rosalega bundnir.
Glöggir menn sjá þetta strax en óreyndari og ógleggri menn geta látið þetta villa mikið fyrir sér.
(Tökum sem dæmi Keili frá Miðsitju*, já hann var alveg skuggalega flottur, fasið frábært og höfuðburður góður en allir ‘'hestamenn’' gátu greinilega séð að þrátt fyrir allt þetta var hann ojá, bundinn)
Það kemur svo í ljós að hann er ropari einnig en samt sem áður er dýrt undir klárinn og mikil aðsókn..
Ég er þess vegna mikið að velta fyrir mér þó að hestur sé bundinn hvort að hann eigi að teljast til gæðinga, hvort að þetta geti bara verið slæmur dagur hjá hrossinu, einz og gengur og gerist hjá okkur.
Ég hef hér annað dæmi, Skautahöllin á Akureyri, Stjörnutöltð.
Þar mætti engin annar en sjálf Dáð frá Halldórstöðum**, og eitt get ég sagt, hún var bundin.
Svo sér maður hana seinna alveg vígalega líkt og með hann Keili.
Ég hef nokkra reynslu á ræktun og get sagt það að það þarf alls ekki að erfast að hross séu bundin, þó að maður hafi komist að því að allt erfist.
Ég er þess vegna að velta fyrir mér afhverju þetta gerist, ég veit að þegar hross eru bundin ganga þau ekki nóg inn undir sig og þetta fræðilega séð, en eigum við að setja spurningarmerki við þessi hross sem að við sjáum einu sinni alveg haugbundin annað en þau sem að við sjáum alltaf tandurhrein…?
* Með þessum skrifum er ég ekki að rakka Keili eða hið frábæra ræktunarbú Miðsitju niður á einn eða neinn hátt, þau eiga mikinn heiður skilinn fyrir árángur sinn í Íslenskri hrossarækt.
** Ég er ekki að draga á einn eða neinn hátt úr því að Dáð frá Halldórstöðum sé góð hryssa á allflesta staði.
Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: