Jæja… Ég var að koma heim úr hestaferð að Einhyrningsfleti núna rétt í þessu :) Þessi ferð var svona upphitun fyrir aðra sem ég Hitamælirinn sýndi í kringum 26°! Undirbúningurinn hafði gengið eins og í sögu og allir komnir á sinn hest. Við höfðum ákveðið að reka bara í staðinn fyrir að teyma alla leiðina svo ég lagði af stað með nokkrum öðrum á undan. En rétt áður en hestarnir komu fór hesturinn sem mamma var á að tjúllast eitthvað og var með stæla og allt fór í klessu. Við vorum soldinn tíma að koma þessu vel af stað. Ég var á Seim, brúnum, stórum og stæltum hesti… Voða fínn :) Reyndar soldið hastur en það gerir ekkert til :)
Ferðin gekk eins og í sögu. Allir ánægðir, bæði hestar og menn. Ég manaði mig jafnvel til að prófa algera brjálæðinga sem ég hafði horft á fyrir nokkrum árum og hugsað: “Ooo, einhvern dagin SKAL ég ríða þessum hestum!” :D hehehe :þ Prófaði meðal annars nýja hsetinn minn, hann Sókrates Salómon :D Búinn í eins og hálfs mánaðar tamningu en samt svona rosalega góður og traustur :D

Annan daginn fórum við einhvern hring, man ekki hvað svæðið heitir, htinn ennþá að steikja á okkur hnakkana og við komusmt ekki af stað fyrr en um tvö leitið þar sem við gátum ekki gert hestunum það að vera með hnakk á sér og hlaupa út um allt… það væri bara grimmd :/ Við ákváðum að fara bara stutt og bara einn hestur á mann með mörgum stoppum við læki. Ekkert meira um það að segja :)

Eeeeeeen… engin er nú ferðin án óhappa :/

Þriðja og síðasta daginn var ætlunin að fara að skoða Markarfljót (eða Markárfljót…. man ekki :S) en þegar við litum út í gerði þá voru bar 3 hestar!!! Það var gat á girðingunni! Þetta var ömurlegt! Við þurftum að keyra og keyra til að finna hestana (þeir höfðu auðvitað bara farið heim) en sem betur fer komust þeir ekki alla leið þar sem það var hlið fyrir. Þar lögðum við svo af stað (tók því varla, bara svona hálftími til klukkutími eftir… En það var betra en ekkert :)
Það var bara verst að þennan dag var besta veðrið fyrir reiðtúr, hlítt en samt ekki sól, smá gustur og allt gott :/


En þegar maður lítur á heildina þá var ferðin frábær :D Voða stuð allan tíman :) Maður er nú reyndar komin með öll hestalögin á heilan núna en það er bara gaman :D

En hafið þið tekið eftir því að í öllum ferðum þá kemur eitthvað uppá, hvort sem það er stórt eða lítið… alltaf eitthvað minnisstætt :D Hlakka til að fara í næstu ferð :D Sem verður að Löngufjörum :D