Hjálmanotkun !?!?!
Hafið þið, lesendur góðir, tekið eftir hjálmaauglýsingum (reyndar ekki nýlega) þar sem allskonar frægt íþróttafólk kemur við sögu. Til dæmis er mynd af þekktum hjólamanni með hjálminn sinn á höfðinu og undir myndinni stendur “Ég nota alltaf hjálm þegar ég hjóla” ??? Ég allavegan tók eftir þessum auglýsingum og ef minnið er ekki að blekkja mig þá held ég að hann Diddi okkar (Sigurbjörn Bárðarsson) hafi komið fram í einni slíkri þar sem hann segist nota hjálm… En staðreyndin er sú að hann gerir það ekki ! Ég er mikil hestamanneskja og þegar ég er í reiðtúrum þá á ég það til að rekast á Didda á ferðum mínum og ég persónulega hef aldrei séð þannan mann með reiðhjálm á höfðinu ! Ég biðst afsökunar á því ef það var ekki hann sem kom fram í auglýsingunni… En allavegan, það eru örugglega margir krakkar sem líta upp til hans og vilja komast jafn langt og hann í hestamennskunni en ég verð bara að segja að mér finnst þeir ekki góðar fyrirmyndir fyrir börnin og unglingana. Mér fynnst það algjör synd að sjá þess frægu kalla hjálmlausa á hestbaki og þá er ég alls ekki eingöngu að tala um Sigurbjörn heldur bara marga aðra fræga tamningamenn ! Einu skiptin sem þeir setja hjálmana á sig er þegar þeir eru skyldugir til þess, eins og til dæmis í keppnum og í hestaferðum. Mér fynndist það heldur ekki svo fráleitt að sekta fólk sem notar ekki hjálm á baki, maður er jú sektaður fyrir að vera beltislaus í bílnum sínum. SLYSIN GETA ALLTAF GERST OG ÞESS VEGNA ÆTTUM VIÐ ALLTAF AÐ NOTA HJÁLMA !!