Snoppa
Nú ætla ég að skrifa grein um hryssuna mína Snoppu sem ég fékk sem folald og er nú orðin fimm vetra. Hún er svona næstum tamin en svoltið er í það enn.
Ég er samt byrjuð að ríða á henni og gæti ekki verið ánægðri því hún er besta reiðhross viljug, taumlétt, með góða reisingu og töltir vel en samt á eftir að temja hana betur svo maður á bara eftir að vita hvernig þetta fer.
Fjórum sinnum hefur verið boðið í hana af vönum hestamönnum þrisvar þegar hún var trippi og folald og einu sinni hjá mér bara fyrir stuttu.
Snoppa er brúnskjótt (næstum svartskjótt). Hún á meðal annars systur sem heitir Kvika og er líka í eigu okkar hún er svartskjótt og meiri um sig svona fallegri, vöðvameiri þannig séð en ekki nærrum því eins góð og Snoppa .Það gersamlega geislar af Snoppu og ég er í skýunum með hana en er samt bara rétt byrjuð að ríða á henni en hún er mjög varkár með mig og fer ekkert út í gönur og ég ræð alveg við hana.
Stundum þegar ég fer í útreiðatúr með einhverjum öðrum þá sættir hún sig alls ekki við að vera öftust eða á eftir, því það er kapp í henni og hún gefst ekki upp ef, það er að segja, hún er að keppa við hesta. Núna um þarnæstu helgi förum við með hestana “yfir” þ.e.a.s þá fara þeir yfir Vaðlaheiði, Bíldsárskarð (bý á Akureyri) og yfir í sumarbústaðinn okkar. Þar eigum við stórt land sem þeir hafa nóg pláss og eru alveg frjálsir. Það er það stórt að þeir fara ekkert út fyrir það því þeir þekkja sig líka þar og þessir elstu vita um leið hvert við erum að fara þegar við leggjum af stað og verða ólmir að komast þangað.En þetta er þriðja skiptið sem Snoppa fer þangað. Í fyrsta skiptið sem hún fór þá var hún mjög ung og þrjósk hún var bundin utan á annan hest og og spyrnti við fyrsta hálftímann en hann gafst ekki upp og bara dró hana áfram þetta var frekar fyndin sjón að sjá hana dragast á rassinum á eftir öllum(smá húmorJ).
Í dag á ég 3 hesta Snoppu(5 vetra brúnskjótta) Hvinfaxa(veturgamlan vindóttan) og óskýrt nýtt folald, nýfætt sem er eins og kría, hvítt með svartan haus. Reyndar eru þau þrjú sem fæddust í vor sem eru með þennan lit svoltið einkennilegt en eitt er frátekið en bara akkurat núna er ég að fara að velja mér úr þessum tvemur svo óskið mér góðs gengis.