Ég ætla aðeins að skrifa um hestinn minn, hann Galdur :) Sem ég fékk núna í vetur :D
Allavegana, þá varð hann 7 vetra núna vor, hann er brjúnskjóttur, lítill og fallegur :) Undan Galdri frá Sauðárkróki. Hann töltir eins og engill og brokkar líka mjög vel. Er búinn að læra gangskiptingarnar alveg 100% :D Hann er kannski ekki mjög mikið fyrir augað þegar hann er inni í rólegheitunum en þegar knapinn er kominn á hann þá breytist hann svo rosalega, verður reistur og bara alveg ótrúlegur! Það hafa margir haft orð á því hvað hann er mjööög fallega byggður… reyndar með frekar stuttan háls og lítinn haus… en með flottar hreifingar :D
En það var nú meira ævintýrið að finna tamningarmann/konu í sumar… Fyrst fór hann í tamningu hjá manni sem ætlaði að koma einu sinni á dag í 10 daga. En það varð ekki raunin… Í þau skipti sem hann kom þá var fólk farið að taka eftir því hvað hann fór rosalega stutt í hvert skipti, bara 15-20 mínútur! :o Og Galdri fór ekki mikið fram fyrir vikið :/
Svo fór hann í tamningu hjá manni sem ég var með í hesthúsi, það gekk miklu betur, en það var ALLT of dýrt! Svo ég hafði ekki efni á að láta hann vera lengi hjá honum :/
Síðan fór ég á námskeið sjá kallinum með rauða skeggið (man aldrei hvað hann heitir) og þar lærðum við bæði meira en nokkru sinni fyrr! Þá fór ég að nota hann en það endaði með því að Galdur varð verri og verri og henti mér að lokum að baki og ég lenti á slysó og komst ekki á hestbak í 10 daga :(
Svo eftir það þá bauðst vinkona mín (Karensk á huga… TAKK!) til að fara á hann nokkrum sinnum (þá var ég búin að eyða í kringum 50.000 í hann á 2-3 mánuðum, og helmingurinn af því var til einskis) og gekk það bara vel fyrstu skiptin. Svo fór hann að vera með einhverja stæla. Prónaði og fleira, voða vesen… En hún hélt samt áfram nokkur skipti, en svo hætti hún á endanum (frekar en að enda á sama stað og ég.. hann varð bara verri og verri með tímanum). Þá fékk Galdur “hvíld” í smá tíma… Það var enginn til að nota hann.
Svo fór vinur pabba eitthvað að nota hann og þá fóru hrekkirnir að mestu leiti. Hann hefur ekkert prjónað ég veit ekki hvað lengi :D Ég er aftur farin að nota hann og allt gengur eins og í sögu :D Hann er frrrrrábær :D :D :D En svo er að hann að fara í sveitina á morgun :( Einmitt þegar ég er farin að geta notað hann! :(
Það þarf bara að nota hann reglulega og þá verður han góður! Vildi að ég gæti verið með hann áfram í bænum, en það væri auðvitað bara grimmd!
Ég var á tímabili alveg búin að ákveða að selja hann, en svo bara gat ég það ekki! Og núna er það síðasta sem ég myndi gera að selja hann! Ég er búin að kenna honum “kyssa mig” og hann er alveg að ná “heilsa” :)
Hann á sér bjarta framtíð fyrir höndum :D eða… fótum réttara sagt :þ
Margur er klár, þó hann sé smár! :D