hæ. langaði að segja ykur smá sögu af fyrsta hestinum mínum.
ég var nýflutt í sveitina þar sem að ég bý núna. ég átti engan hest þar sem að ég hafði aldrei komist í kynni við þá og mamma mín kynnist manni, sem er bara æðislegur. þetta var árið 1994. árið 1995 settum við 9 merar til fola sem við höfðum keypt og var ég svo heppin að fóstupabbi minn segir að ég megi eiga fyrsta folann sem að kæmi :) systur mínar áttu allar merar þarna þannig að þær fengu sitt folald hver. svo einn morguninn 1996 sé ég að það er komið folald, ég hleyp út og sé að þetta er foli. hann var brúnskjóttur og risastór. hann fékk nafnið Gosi.
hann var auðtaminn og fljótur að ná öllu. hann var með svaka brokk og töltið var ekki síðra fyrstu tamningarárin. honum var riðið allt. hann var besti vinur minn og ég hreynlega ofdekraði hann. en mér var sama. ég keppti á honum 5v. og vann minn flokk. eg hef sjaldan verið jafnánægð því að hann var svo ungur miðið við hina :) eins og ég sagði fæddist han risastór. hann mældist 155 á herðakamb 5v. gamall. og finnst mér það vera stórt. hann bar af hann var fallegur og kraftmikill.
en svo…… ætli honum hafi ekki dottið í hug bara að stoppa….. sagði bara nei takk nú er nóg komið. vildi ekki úr hlaði eða stoppaði í miðjum reiðtúr. sama hvað ég setti pískinn í hann hann stóð bara og kippti sér ekkert við látunum. en svo fór hann að hætta því og allt gekk eins og í sögu…. nei húmorinn varð meiri…. honum datt í hug bara að prjóna í tíma og ótíma, í fyrstu var það ekkert spennandi en svo var gaman að geta látið hann prjóna við ýmsu athafnir. mér fannst það svo gaman :)
jæja það var nú ekkert vandamál me það. jæja sumarið var fínt hélt að þetta væri hinn mesti klárhestur og bara fynndist ekki lull né skeið í honum. þá kom skellurinn hann byrjaði að lulla 6v gamal.. og ég var búin að reyna allt. í heilan vetur endaði með því að ég sendi hann í háskólann í Hólshúsum í Eyjafirði.
hann kemur til baka í júní allt annar hestur svo mikill töltari og voða skemmtilegur eins og alltaf. ég fór á honum í keppni þá leið og hann kom. þetta fína brokk hans var farið?? fann það bara ekki í úrslitunum. nema síðustu langhliðina sýndi hann bara pínupons brokk.
fékk 2. sætið :)
sama sumar síðla var honum boðið í ferð ásamt bróður sínum…. bróðir hans var miklu flottari og tignarlegri og hélt ég að hann myndi seljast strax. (hann er undan merinni minni sem að ég var að fá folald undan ) :) en svo kom ein kona frá svíþjóð og hann heillaði hana bara upp úr skónum. hún keypti hann :( mesti sorgar dagurinn minn. hann fór til svíþjóðar í september :(
í fyrsta skipti núna í gær sendi ég konunni mail og var svona að spyrja um hann ……. " honum líður bara mjög vel og hún hreynlega dýrkar hann. ,, sem er gott að hann fékk bara annað gott heimili. hann á 3 vini þar sem eru alltaf saman.