Mig langar endilega að vitna í nokkur skemmtileg orð, þ.e.a.s. hvernig Eggert Jónsson vildi hafa gæðingana :)
-En hvernig átti góðhesturinn að vera að mati Eggerts Jónssonar og þeirra hugsjónarmanna sem með honum störfuðu að viðgangi íslenska reiðhestakynsins ?
Eggert var í dómnefnd gæðinga á fyrsta Landsmótinu, á Þingvöllum 1950.
Hann hafði orð fyrir nefndinni þegar hún gerði grein fyrir störfum sínum, - honum mælltist svo; Um leið og ég skýri frá niðurstöðum dómnefndar um góðhesta þá, sem hér eru sýndir, vil ég með fáum orðum gera grein fyrir, hver sjónarmið nefndin hefur sérstaklega viljað leggja til grundvallar við gæðamat hesta þessara.
Reiðhestakosturinn höfum við reynt að meta eftir þeim kröfum, sem gerðar voru til góðhesta í tíð okkar eldri manna, sem í aðalatriðum eru þessar:
1. Gott og viðunandi fjör, ásamt fallegum höfuðburði, mýkt og hlýðni í taumum.
2. Hreinn, fjölhæfur og fjaðurmagnandi gangur.
3. Heildarsvipur hestsins beri með sér góða reiðhestakosti og hreyfingar hans séu frjálsar og glæislegar.
4. Að tekið sé tillit til útlitsfegurðar og glæsilegrar reiðhestsbyggingu.
Af þessu má greinilega sjá að áherslunar eru alveg eins núna eins og frá árinu 1950 nema áhersla fótaburð hefur hækkað en annars er þetta nánast alveg eins þó heil 53 ár séu liðin frá því að fyrsta landsmótið var haldið :)
Vonandi hafið þið (kirkjubæjar'fan') eitthvað um þetta að segja :)
Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: