15. maí rann upp bjartur og fagur og próf búin í bili. Þennan
dag var búið að ákveða að ég færi með hrossin mín í sveitina
þar sem ég er að vinna. Ekki nóg með það að ég væri ein á
ferð, þá fór ég ein um 50 km spotta með tvö hross.

Klukkan hálf ellefu að morgni dags var ég komin út í hesthús
til að kemba og gera mig ferðbúna. Rúmlega ellefu dúkkaði
síðan afi minn upp en hann ætlaði að vera trússari fyrir mig.

Eftir dálítið brask með Eldinguna mína gat ég loks lagt af stað.
Ferðinni miðaði vel áfram fyrsta klukkutímann endaði var ég á
merinni minni sem er ofur viljug. Skjóni minn teymist MJÖG
vel en vill stundum fara að láta draga sig þegar líða tekur á
reiðtúrana en lausnin við því er að láta bara einhvern ríða eftir
sér en það þarf ekki endilega að vera að reka eftir greyinu
mínu.

Svo ég segi nú hvert ferðinni var heitið þá var henni heitið upp
í Gnúpverjahrepp sem er austast í Árnessýslu.

Þegar líða tók á ferðina, ætli ég hafi ekki verið komin eina 20
km, mætti ég Eiríki og Margréti, þ.e. fólkinu sem ég er í sveit
hjá. Þau voru að fara á Selfoss til að gera innkaup. Þegar ég
átti síðan rúmlega 20 km eftir sáu þau í skottið á mér þegar
ég reið inn afleggjarann að Skeiðháholti. Á þeim bæ hitti ég
fyrir Jón Vilmundarson sem vísaði mér leiðina út á
Þjórsár-bakka. Frá Þjórsár-brú að bænum Þrándarholti í
Gnúpverjahreppi eru BESTU reiðgötur í heimi. Þetta er besti
staður sem ég hef nokkurn tíma riðið á, ég fór þarna um í fyrra
sumar, fór í eins dags ferð þarna niður eftir til að fylgja fólki
sem var að fara niður í Flóa.

Eftir frábæra reið um Þjórsár-bakka kom ég inn í land
Húsatófta. Húsatóftir hafa hestaleigu en Dúna og Alli sjá um
að fara með fólk inn á afrétt og inn í Þjórsárver. Fyrir framan
mig sá ég gríðar stórt stóð og versta martröð mín fyrir ferðina
var að lenda í einhverju stóði, en svoleiðis getur verið stór
hættulegt. Ég komst reyndar framhjá stóðinu klakklaust og
reið inn á Murneyrar. Þar beið mín heitt te og kaka.

Eftir Murneyrarnar tóku við Þrándarholts-hagar og þar lenti ég í
þrem hestum sem leiddist og þeir fengu þá hugdettu að elta
mig. Þeir eltu mig dágóða stund en loks tók ég þá ákvörðun
að hleyp bara stuttan spöl og sjá hvort ég myndi nú ekki hrista
þau af mér. Jú. jú, þetta bragð bregst sko ekki.

Núna var klukkan orðin rúmlega sex og ég fékk upphringingu
frá Árdísi og hún vildi vita hvar ég væri. Þá var ég að brunna
hrossunum mínu í fysta skipti í ferðinni (smá kæruleysi í
gangi þennan dag).

Svo loksins reið ég inn í Geldingaholts-land. En var þó spölur
eftir heim á hlað. Þegar ég kom í hlaðið var klukkan orðin hálf
sjö og ég búin að ríða í 7 klukkustundir.

Nú hafa hrossin mín það gott, hef reyndar haft sáralítinn tíma
til að fara á bak vegna anna við sauðburð og annað…

Ég vona að ykkur hafi líkað lesningin, takk fyrir mig og góða
nótt.