Hún kom úr haga núna í byrjun maí en hún er búin að ganga úti frá því í júní í fyrra.
Allir hestarnir okkar fá alltaf ormasprautu undir húð 3 á ári en ´núna í ár er það soldið seint gert því að við vorum að taka inn.
Merin mín er af Kirkjubæjarkyni og eins og flestir vita eru kirkjubæjarhross mjög fíngerð og nett.
Merin kastaði 2001 og hefur ekki fitnað mikið síðan. Þið vitið öll hvernig afturendinn á beljum er, svona innfallinn, allavega..þá var hún þannig í fyrra!!!
það er búið að lagast núna en hún er samt alveg hryllilega mjó.
Ég veit ekki hvað ég get gert meira. Hún fær rúmlega 7-8 kg af heyi á dag og ég er nýbyrjuð að gefa henni hnokka, fóðurbæti.
Er eitthvað meira sem ég get gert í þessu?? ég ætla að reyna að fá dýralækninn til að sprauta hana sem fyrst, en hún er ekkert úfin eða neitt .
Endilega..ef þið hafið reynslu af ormum megið þið alveg segja mér hvað er hægt að gera við því!!
#16