-Hesturinn er þannig skapaður að hann sér ekki eftir neinu, þ.e.a.s. fær aldrei sektarkennd !!

-Hesturinn hugsar ekki rökrétt heldur aðeins einfaldar og léttar hugsanir.

-Hesturinn er flóttadýr, hann var ekki skapaður fyrir manninn og ef að hann verður hræddur sér hann aðeins þá leið að hlaupa.

-Hesturinn verður aldrei unninn á á afli og hörku, hann er alltaf sterkari maðurinn sem verður að vera klókari.

-Hesturinn verður að fá út úr öllum æfingum hrós til baka þegar hann gerir rétt, einnig verður hann alltaf að finna fyrir ákveðnum þægindum.

-Hesturinn á að sjá tilgang með reiðtúrum og æfingum sem eiga að vera fjölbreyttar, annars nennir hann þessu ekki og getur tekið knapann úr leiðtogahlutverki, þá hættir hann að hlusta á knapa sinn og treystir honum ekki, hesturinn fer þá að gera hvað sem honum hentar.

-Hesturinn hefur tvískiptan heila, alltaf ber að sýna þeim hluti sem þeir gætu hræðst með báðum augum, því þó þeir hafi vanist eihverjum tilteknum hlut á öðru auga getur þeim brugðið illilega ef að þeir sjá hann með hinu auganu sem ekki hefur séð hlutinn áður.
www.blog.central.is/unzatunnza