Við erum komin með í kringum 15 folöld, öll mjög skemmtilega ættuð og gaman að sjá hvað þau voru strax farin að hreyfa sig vel.
Það er eitt sem að mig langar að fjalla um en það er hvað það getur skipt miklu máli að fara að umgangast folöldin strax, þegar þau eru svona ung er mjög auðvelt að fá traustið hjá þeim og einnig er það miklu skemmtilegra.
Í okkar hóp fæðast alltaf 1-2 folöld sem eru alveg ótrúlega gæf.
Þetta eru svona folöld sem að koma til manns og eru ekkert smá forvitin og elta mann alveg út um allt.
Ekki leiðinlegt það.
En í sambandi við uppeldi þá skiptir mjög miklu máli í svo frumtamningu að folöldin hafi fengið gott uppeldi, þ.e.a.s. hafi umgengist manninn mikið áður.
Ég hef kynnst því að þetta sparar manni meira en mánaðar tamningu og léttir frumtamninuna einnig til munar.
Endilega reynið að umgangast folöldin strax (einnig sem tryppi) og traustið sem að þið vinnið ykkur inn er ómetanlegur grunnur af frumtamningu :)
Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: