Þið sem eigið hunda, farið þið með þá upp í hesthús?

Allavega, þá á ég hund og það skemmtilegasta sem hann gerir er að fara upp í hesthús!(kannski útaf því hann er ógeldur og það eru 3 tíkur á svæðinu ;)

svo núna um daginn þá var ég að lesa í morgunblaðinu eða e-h að maður hafði handleggsbrotnað frekar illa við það að hundur fældi hestinn hans. Núna er verið að hugsa um að banna lausagöngu hunda á almennum reiðleiðum og mér finnst það frekar leiðinlegt því það er eitt það skemmtilegasta sem hundurinn minn gerir.

Auðvitað eru sumir hundar sem gelta á hesta og fæla þá en eins og minn hundur lætur ekki heyrast í sér í kringum hesta!
Það er náttúrulega líka viss hætta á að ef t.d. ég mæti knapa sem er með kannski 3 hesta og þá auðvitað fer ég þeim megin sem hestarnir eru ekki. Hundurinn minn er þarna á flakki í kringum og fer kannski þeim megin sem hestarnir eru og þeir fælast.

Meina..ég veit ekkert hvernig hestar þetta eru, hvort þeir séu slægir eða hvort þeir fælist auðveldlega og á móti þá veit knapinn ekkert hvernig hundurinn minn er, hvort hann gelti á hesta eða hvort þetta sé eittthvað brjálað kvikindi!

Mér finnst að það þyrfti að fá sérstakt leyfi til að mega vera með hunda lausa og í þessu leyfi fælist próf sem hundurinn færi í á hverju ári.
Þetta próf myndi skera úr um hvort hundurinn væri hæfur til að umgangast hesta án þess að hræða þá.
#16