Þegar þú ert að fara að keppa þá verður þú að fara vel yfir og hafa á hreinu:
-Hesturinn þarf að vera nógu vel þjálfaður, nógu gamall og alveg heilbrigður. Hesturinn þarf að hafa fengið næga þjálfun og styrk í hverri gangtegud fyrir sig sem keppt er í og hafa unnið sér inn nægilegt þrek í stranga keppni.
-Hesturinn þarf að vera á réttum hlífum, ekki er leyfilegt að vera á þyngri hlífum en 250 gr. hlífum á mótum (ekki er verið að tala um kynbótasýningar, þá má hestur ekki vera á þyngri en 120 gr hlífum) og það þarf einnig að gæta að skeifum að þær séu leyfilegar ef keppt er á stóru móti t.d. Landsmóti.
-Sýna þarf hesti völlinn fyrir keppnina sjálfa, völlurinn á hvorki að koma keppanda né hesti á óvart.
Þegar þú ert komin(n) í keppni þarftu að hafa á hreinu:
-Taktu þær nægan tíma í að hita upp, ekki hita lítið sem ekkert upp en alls ekki hita of mikið upp með því að svita og mæða hestinn mikið. Byrjaðu aðeins á því að pressa lítið að hestinum í byrjun upphitunar og auktu svo pressuna smá án þess að þreyta hestinn og hafðu hann vakandi og tilbúinn en ekki spenntan.
-Farðu yfir öll atriði vel og taktu eftir hvort hlífar eru ekki nægilega vel staðsettar á hestinum og öll reiðtýgi.
-Ekki byrja að hita upp of snemma, vertu viðbúin(n) töfum frekar en hitt.
Ég vona að einhverjir lesi þetta og geti nýtt sér lesturinn áður en þeir leggja af stað í keppnir í sumar..
..eða bara bæta við sig fróðleik :)
Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: