HM í Herning !! Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum þetta árið verður haldið í Herning í Danmörku.
Mótið byrjar 28 júli og stendur til 3 ágúst.

Vikukort kostar 105 evrur eða 9.000 kr.
Föstudagur-Sunnudagur kostar 85 evrur eða 7.200 kr.
Laugardagur-Sunnudagur kostar 65 evrur eða 5.500 kr.

Ég vil taka það fram að vikurkortin eru fyrir þá sem ætla að sjá allar undankeppnir og kynbótasýningar.
Svo um helgina þá eru aðal úrslitin en það er um að gera að horfa á allt saman því þetta verður endalaus skemmtun :)

Börn 10 ára og yngri fá frítt og börn 10-14 ára fá 50% afslátt.

Svo er að huga hvort það eigi að redda sér gistingu eða fá bara tjaldstæðafílinginn en tjaldstæði með rafmagni kostar yfir nóttina 30 evrur eða 2.200 kr og án rafmagns 15 evrur eða 1.300 kr. Sjálf verð ég ekki í tjaldi en ég skal lofa að það verður stemning á tjaldstæðinu og einkum ef að veðrir verður frábært eins og nær alltaf er í Danmörku á þessum tíma.

Allskonar tilboð verða í gangi og ef að þið viljið upplifa drauminn að komast á HM þá er þetta lang ódýrsti kosturinn og ég tala nú ekki um eins og að bóka á netinu, það kostar varla neitt :)

Ég vona að ég eigi eftir að rekast á fleiri ,,hugara'' sem ætla að skella sér til Danmerkur :)

Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: