Við val á hestum þurfa þeir að uppfylla nokkur skilyrði svo að knapi geti fullvissað sig á því að öll ferðin, hvort sem að þetta er 10 daga ferð eða aðeins helgarferð.
Hesturinn verður að hafa nægt þol, þá er ég að tala um að hann hafi verið markvisst þjálfaður og gott veri ef það væri um 5-6 vikur áður.
Það er ekki gott að ríða tryppum á hsetaferðalögum og best væri ef lágmarksaldurinn væru um 6-7 vetra.
En það er auðvitað allt í lagi að leyfa þessum ungum hlaupa með, þau geta lært mikið á því.
Jarning þarf að vera pottþétt, hesturinn má alls ekki vera á gömlum skeifum, heldur er best ef að hesturinn hefði verið járnaður ekki lengur en 20 dögum frá ferðinni.
Hestar með fótagalla eða einhverjir sem hafa verið óheilbrigðir stuttu áður er ekki mælst til að maður fari með nema undantekningu að þetta sé aðeins stutt ferð og hesturinn sé pottþétt búinn að jafna sig.
Svo að lokum værri ekki verra ef að hesturinn er vel taminn, það er leiðinlegt að fara með rokuhunda eða hrekkjótta hesta í svona skemmtiferðalög, það besta er hestur sem er alveg traustur og þolir að fara allar slóðir og ganga slakur svo að ekkert stríð milli manns og hests eigi sér stað í þessum ferðalögum.
Svo segi ég bara, Góða ferð :o)
Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: