Markimiðið með kynbótadómum hrossa er að meta kynbótagildi þeirra. Því hærri dóm eða einkunn sem þau fá þeim mun betri eru þau talin vera sem kynbótahrossog verðmæti þeirra vex einnig í samræmi við það.

Jafnframt er sá knapi talinn betri sem sýnir hross með hærri dóm heldur en sá sem sýnir lægra dæmd hross og verðskrá knapa er í samræmi við þann árangur. Þannig að það er mikið keppikefli fyrir ræktendur, eigendur og tamningamenn, að þeirra hross fái sem hæstan dóm.

Undirbúningur og þjálfun fyrir kynbótadóminn skiptir miklu máli um framvindu mála en ekki síðður hvernig sýningin sjálf er framkvæmd af knapanum og gildir það bæði um byggingar og hæfileikaþáttinn.

Aðalatriði í kynbótadómi eru uppstilling, teyming, reiðhestskostur, fet, stökk, skeið, brokk, tölt, vilji og geðslag og fegurð í reið.


tekið úr “Hestar, tímarit um íslenska hestinn”
#16