Ég seldi hest fyrr í vetur, frábær hestur moldóttur svaka sætur hágengur 5-gangshestur. Hann hafði fengið í lappirnar áður enn var komin í lag enn ég vildi að hann fengi eigendur sem væru með nægan tíma og þolinmæði fyrir hann til þess að hann mundi verða góður aftur. Svo ég auglýsti hann til sölu og fékk mikil viðbrögð. Ég ákvað að selja hann á gjafarverði eða 10.000 kr því ég vildi velja eigendur. Svo hringdi fólk í Neðri-Fák sem vildi klárinn og það æxlaðist þannig að það fékk það og ég sagði þeim allt um klárinn og ég bað þau að ef þau yrðu ekki ánægð að skila mér klárnum og ég mundi endurgreiða hann. Þau voru einmitt að missa gamlan hest og vildu svo endilega fá þennan í staðin, og þau sögðu að þeim vantaði svo annan hest. Svo fór ég 4 sinnum uppeftir og ætlaði að litast eftir honum enn sá hann aldrei enn hélt kannski að þau væru í reiðtúr þar sem fleiri hross á þeirra vegum vantaði. Nema eitt skiptið þá var það snemma um morgun og þá fór ég að verða tortryggin og sendi þeim sms og spurði um hann. Þá höfðu þau selt Þyrli hann því að þau þurftu að fækka og ætuðu að selja annan í vor. Eins og þið getið ímyndað ykkur var þetta síðasti staðurinn sem ég vildi að hann færi á og nú veit ég ekki hvað ég á að gera í málinu ef það er þá einhvað sem ég get gert í því.
Hvað munduð þið gera í málinu?