Hesturinn hefur þurft að öðlast janfvæg á öllum gangtegundum þ.e.a.s. feti, brokki og stökki.
Best er að byrja á sléttri götu eða á smá halla svo að hesturinn gangi betur undir sig.
Reiðmaðurinn verður að ríða lipurlega og vera varkár á taumnum og láta hestinn aðeins ríða stutta spöli og alls ekki toga fast í taum þó hesturinn sýni ekki fljúgandi tölt heldur aðeins byrja hægt og nokkur tölt spor eru jákvæð spor í áttina sem verður að hrósa hestinum fyrir.
Svo verður að æfa þetta markvisst en alls ekki það oft í byrjun að hesturinn verði þreyttur á þessu og finnst þetta leiðinlegt, gefa mjög þægilegar ábendingar fyst svo að hesturinn skilji hvað er verið að meina þegar að knapi vill fá hann á tölt og svo lærir hann betur með tímanum og litlar ábendingar eiga að duga.
Fyrst á að ríða hestinum á þeim hraða sem honum finnst best alveg þangað til að töltið er orðið vel opið og er þá hægt að byrja að krefja tryppið um ákveðin hraða og muna umfram allt ,,regluna'' um hvatningu og hömlun.
Vona að þetta nýtist einhverjum sem eru að stíga sín fyrstu skref í tamingum eða fyrir lengra komna.
Með bsetu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: