Hæ
Ég væri þakklátur ef einhver hér getur útskýrt nokkur atriði fyrir mér í sambandi við kynbótadóma. Eftir því sem ég best veit er fyrirkomulagið þannig að þegar hestur fer í annað skipti í dóm þá hafi dómarar gamla dóminn fyrir framan sig. Hver er tilgangurinn með því ? Er ekki rétt að dómari með full réttindi á að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á hrossinu án þess að hugsanlega vera undir áhrifum frá eldri dómi. Hvað finnst ykkur.
Þetta á bæði um við hæfileika og byggingardóma. Hver kannast ekki við að fagmenn hafa mism. skoðanir á hvernig bygging er æskilegust. Þetta veldur því að mínu viti að fólk er tregt að senda hesta snemma í dóm því það er hrætt við að einhver seinþroski eða tímabundið ástand sitji fast í feril hestsins.
Annars er ég bara leikmaður í hestamennsku svo kannski er þetta tómt bull sem ég er að fara með hér. En ef svo er væri gaman ef einhver reyndur getur útskýrt þetta fyrir mér.
kveðja polo