Hrafn fæddist árið 1968 og var hann undan Snæfaxa frá Páfastöðum og Jörp frá Holtsmúla.
4 vetra var Hrafn strax sýndur, þar fékk hann 8.20 fyrir hæfileika, 8.0 fyrir byggingu og þar af leiðandi 8.10 í aðaleinkunn.
2 árum seinna fór Hrafn aftur í dóm þá 6 vetra, hækkaði hann sig mikið og fékk þá 8.72 fyrir hæfileika, 8.40 fyrir byggingu og 8.56 í aðaleinkunn.
Ég get leyft mér að fullyrða það að mjög mörg af sýndum hrossum á Íslandi eiga ættir sínar einhverstaðar að rekja til sjálfs Hrafns frá Holtsmúla og m.a. eru þessi hross undan honum, Toppur frá Eyjólfsstöðum (8.44), Logi frá Skarði (8.39), Sproti frá Hæli (8.08), Forseti frá Vorsabæ (8.57), Óskahrafn frá Brún (8.08) og margir aðrir frábærir gæðingar sýndir og ósýndir.
Hrafn féll svo í kringum árið 1998, ekki alveg viss en held að það hafi verið einhvertíman í kringum þennan tíma, þá lá leið hans suður þar sem hann var stoppaður upp og er nú til sýnis í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltardal.
Með bestu kveðju: