Hann var undan alsystkinunum Kolskegg (IS1966157001) og Kengálu (IS1965257002) bæði frá Flugumýri.
Ófeigur var sýndur þrisvar en fékk sinn hæsta dóm á Vindeimarmelum þar sem hann fékk 8.52 fyrir hæfileika en 7.86 fyrir byggingu og þar af 8.19 í aðaleinkunn.
Ófeigur frá Flugumýri eignaðist mikið af afkvæmum og er allt of mikið að vera að nefna öll þau frægu afkvæmi sem komið hafa undan honum en ber þar kannski að nefna Galsa frá Sauðárkróki, Hilmi frá Sauðárkróki, Gyðju frá Gerðum, Spuna frá Miðsitju, Esjar frá Holtsmúla, Keili frá Miðsitju og marga aðra góða gæðinga.
Ég man ekki nákvæmlega árið þegar Ófeigur féll en þessi hestur skildi eftir sig sannarlega stórt spor í Íslenskri hrossarækt.
Með bestu kveðju: