Þegar ég var á hestbaki í gær kom það fyrir að það hringdi síminn hjá mér, ég var á tryppi og stoppaði bara til að svara í símann.

Leið og ég segi ,,Halló'' fer tryppið af stað, þó ekki með neinum látum, ég leyfi því feta áfram en svo þegar ég segi orðið ‘'já’' sem er frekar líkt orðinu ‘'hó’' stoppar tryppið aftur.
En allvegana þegar ég er búin að kveðja fór ég að prófa þetta svona aftur og aftur og fannst mér alveg einstaklega gaman að sjá það hversu mikið vald maður hefur yfir tryppinu aðeins með röddini.

Strax í frumtamningu á maður að kenna öllum tryppum að stoppa við hljóðmerki og beyta sér við hljóðmerki.
Með þessu hefur maður strax vald á hraða og auk þess þá eru hrossin alltaf við efnið, þ.e.a.s. þau hugsa alltaf um hvað þau eru og eiga að gera.
Alltaf á að notast við sömu hljóðmerki frá upphafi, alls ekki breyta það ruglar hrossið mjög mikið.

En allavegana þá fannst mér þetta svolítið fyndið hvað lítið tamin hross reiða sig á hljóðið og treysta manni mikið eftir því, endilega prófið þetta :)

Bestu kveðjur:
Exciting
Með bestu kveðju: