Nú (föstudagskvöld) var ég að koma af framhaldsskólamótinu og í kvöld var keppt í tölti og fimmgangi. Þarna var margur góður gæðingurinn og hinir sæmilegustu knapar. Sjálf var ég ekki með eins og ég ætlaði, en á næsta ári ætla ég pottþétt að vera með :) Annaðhvort voru dómaranir eitthvað stirðir eða bara hrossin ekki betra en þetta en einkunnirnar voru flestar á bilinu 3-5. Þetta er þó ekki einu sinni hálf sagan þar sem fjórgangurinn er eftir og fljúgandi skeið. Á morgun verður einmitt keppt í þeim tveim greinum, sem B-úrslit í fimmgangi, fjórgangi og tölti fara fram. Dagskráin hefst á fjórgangi kl 14:00 og ég mæli eindregið með því að þið mætið, því það er eins og áður sagði, margt um góða gæðinga og færa knapa.
_________________________________________________