Hestar gera þetta ekki sér til skemmtunar, þvert á móti vegna þess að þegar þeim leiðist þá fara þeir að finna upp á þessu og þetta verður eins konar kækur.
Þetta er stór spurning um erfðir að mínu mati þar sem þetta er ekki meðfætt heldur finnur hann þetta sjálfur upp þegar honum leiðist..
Og ég meina, maður á ekki að vera alveg í hræðslukasti þó að maður haldi undir ropara þó að maður hafi komist af því að allur andskotinn erfist :)
Hægt er að kaupa ser ropól ef að maður vill hafa viðkomandi hest með fleiri hestum en ekki veit ég um gæði þessa ropólar þar sem hún er alls ekki 100%
Endilega hlustið eftir hestunum ykkar sérstaklega ef að þið eruð með stórt hesthús því ég veit fyri víst að ef að einn er að þessu allan daginn þá geta hinir hestarnir tekið upp á því að herma.
(það er öruglega leiðinlegt að vera með fullt hesthúsið af ropurum og ekki gaman að vera með góð kynbótahross sem ropa)
ég meina þá bara með tillögu að leyfa honum ekki að vera þar sem hann ropar, setja einhvað fyrir járn/timbur sem liggur við munninum á honum eða þá að setja hann aðeins einagraðann og ég fullvissa ykkur um að ef hann fær að fara út með örðum hestum og svona þá líður þeim frábærlega einum.
Ef að hestur ropar þá eigið þið alls ekki að refsa honum og segja honum að hætta þessu með þeim sama hætti og þið segið honum að hætta einhverjum ósið því það virkar sama sem ekki neitt á hann, klappið honum bara í rólegheitum, ég tak það fram ALLS EKKI SKAMMA HANN !!
Ég vona að þessi grein geti nýst eitthverjum.
Með kveðju
Exciting :)
(Byggt á reynslu og þekkingu)
Með bestu kveðju: