_________________________________________________
Af hverju ætti Viggó ekki að fá að vera með???????
Nú er forvalið fyrir Ístöltið búið eins og allir vita, en það er eitt sem ég skil ekki… Af hverju í fjandanum er fólk að fárast yfir því að Viggó Sigurðsson, fæddur 1987, hafi unnið sér inn þáttökurétt á Ístöltinu sjálfu? Þó hann sé bara 16 á þessu ári þá hefur hann alveg jafnan rétt ávið hina sem eldri eru. Þetta sýnir bara hvað hann hlýtur að hafa ótrúlega mikinn metnað og greinilega mikla hæfileika hvað varðar hesta og er það mér óskiljanlegt af hverju eitthvað lið er að draga hann niður með því að segja að hann ætti ekki að vera með. Ég held að þetta lið ætti aðeins að athuga sinn gang (og hugsanir) og sætta sig við það að þó hann sé yngri sé hann greinilega ekki lélegri hestamaður. Hann hefur greinilega sýnt og dregið fram það allra besta í henni Fantasíu í forvalinu og er því verðurgur þáttakandi á þessu móti. Svo fyrir utan það á þetta að heita keppni þar sem farið er eftir fegurð og hæfileikum hrossa en ekki frægð og aldri knapa. Hvað finnst ykkur? Ég vil enda þess grein á að segja: Gangi þér sem allra best Viggó og vonandi tekur þú eldra liðið í bakaríið!