Í kjölfarið að ég hef verið að heyra allskonar athugasemdir ætla ég aðeins að fjalla um hnakka.
Hnakkur sem er vel smíðaður, vandaður og vel gerður er besti grundvöllurinn af góðri ásetu knapans.
Þú getur keypt allskonar hnakka bæði hvað varðar áferð, lögun og gæði, svo er einnig hægt að kaupa sér hnakka fyrir djúpa ásetu, lóðrétta, hindrunarstökk og einnig dýnur (sem eru mest notaðar í sýningum) ég mæli alls ekki með því að nota dýnur á tryppi við tamningar en gott getur samt verið að venja ung tryppi fyrst með dýnum í staðin fyrir hnökkum í lónseringum.
Það er bæði hægt að kaupa hnakka sem eru með trévirki og plastvirki, mjög lítið er um að menn kaupi sér nú til dags hnakka með trévirki þar sem þeir eru mjög stýfir og gefa engann veginn eftir á baki hestsins, en hinsvegar eru plastvirkin sveigjanleg og eru góð fyrir hestin þá á hvaða gangi sem er.
Þegar þú kaupir þér hnakk, skaltu vera búin(n) að kynna Þér hann vel, bæði kosti og galla og vera viss um að þú sért að velja rétt.
Svo tala ég ekki um að það sé helmingi betra að kaupa sér aðeins dýrari hnakk sem endist vel og lengi í staðin fyrir ódýran sem endist ekki vel og þar af leiðandi verður strax að kaupa sér nýjan.
Sjálf nota ég hnakkin Top Reiter og líkar vel og ég get alveg 100% mælt með þessum hnakki og einnig Sleipni, Hrafni o.f.l. í þessum verðflokki.
ef þú ert mikið í hestum, sýnir hross í kynbótadómi, keppir mikið, og sýnir á sýningum o.f.l. mæli ég eindregið með því að þau eigir dýnu. Ég nota Diddadýnuna og líkar vel, hún er jú hönnuð af einum af okkar fremsta hestamanni Signurbirni Bárðarsyni þar sem hann er búinn að þróa þennar hnakk alveg frábærlega bæði hvað varðar hesta og menn.
En þar sem ég er búin að vera að tala um þetta vil ég svona rétt í lokin minna á að hafa auga með baki hestsins því það virðist svo vera að sumar tegundir hnakka fari illa með bak og nauðsynlegt er að laga það þá strax áður en verra fer.

Með bestu kveðjum: Exciting

(byggt á reynslu og þekkingu en vona innilega að þið séuð sammála)
Með bestu kveðju: