Fagri Blakkur farinn að róast.
Ég veit ekki hvað gerðist en um helgina síðustu þá fórum við uppí hesthús. Þegar við komum þá var hann ekki eins tens og vanalega. Strákarnir settu uppí hann beisli og hann var sáttur við það en þegar þeir ætluðu að setja hnakkinn þá fór hann að reyna að forðast þá, ýtti hestinum við hliðina á honum til hliðar en gerði ekkert meira en það. Kærasti minn ákvað að sleppa reiðanum í þetta skipti og sjá hvað hann myndi gera. Svo fóru þeir með hann í tunnuna svo að hann myndi ekki sleppa ef hann myndi ná henda kærasta mínum aftur af baki.Tunnan er svona hálfgert stórt búr eða stór hringur. Þetta byrjaði vel þegar vinur okkar teymdi undir en svo sleppti hann. Kærasti minn fór bara varlega og reyndi að sýna honum að hann ætlaði ekkert að vera vondur. Ég hélt að Blakkur myndi skvetta sér en hann gerði ekki neitt. Svo létum við hann hafa beislið og hnakkinn í smá stund til að venjast þessu. Seinna sáum við að múllinn hafði einhvern veginn losnað hjá honum svo að við reyndum að ná honum þá hljóp hann í burtu og vildi ekki láta ná sér. En svo hljóp ég fyrir hann þá stoppaði hann. Ég greip í beislið hjá honum en átti samt von á því að hann myndi rjúka burt eins og hann gerir stundum þó að maður reynir að halda í hann en þá dregst maður bara með hehe. En hann stóð alveg kyrr. Við tókum af honum og fórum svo með hann inní hesthús. Við erum búin að var nokkru sinnum síðan og hann vill alveg tala við hann. Í gær þá fór ég uppí hesthús til að moka og gefa. Þá sá ég að frændi minn var búinn að hleypa út. Ég stóð svoldið frá, Blakkur sá mig og labbaði til mín. Ég var ekkert smá hissa :)