Perla litla
Perla er blíðasta ótamda meri sem ég veit um.Perla er 4ra vetra og fóstur dóttir mín á hana. Perla er búin að vera á haga alla sína ævi og það er voðalega lítið búið að vera umgangast hana eiginlega sama og ekki neitt. Fyrir 2-3 vikum tókum við hana inn í hús. Strákarnir voru ný búnir að járna Fagra Blakk svo að þeir ákvöðu að járna hana líka. Ég var send að sækja skeifur undir hana. Ég hélt að hún myndi tryllast um leið og þeir myndu byrja. En hún stóð bara alveg kyrr. Ég sá samt á henni að hún var rosalega hrædd svo að ég ákvað að klappa henni og reyna draga úr hræðsluni hjá henni. Ég var samt ekkert smá hissa að hún skuli standa þarna og ekki hreifa sig. Krakkarnir voru líka ekkert smá hissa og söðust aldrei séð svona áður. Kærasti minn átti mömmu hennar (sem hét Perla líka) sagði að mamma hennar hafi líka verið svona. Við erum ný byrjuð að setja beisli uppí hana og henni líkar ekkert við beislið og reynir alltaf að fela hausinn þegar hún sér það :) Við erum búin að setja einu sinni hnakk á hana og hún stóð bara róleg, kíkti smá til að forvitnast og sjá hvað við vorum að gera. Kærasti minn settist á bak á henni og lét vin okkar teyma undir,eins og alltaf þá gerði hún ekki neitt :) Um daginn þá tókum við hana út og leyfðum henni að vera með hestum vina okkar. Þegar hún kom út var hún svo ánægð, hún hneggjaði á hina hestana og snérist kringum kærasta minn. Þegar við vorum komin til hina hestana þá voru tveir sem sýndu henni rosalegan áhuga og eltu hana út um allt. Hún kom til mín og stóð hjá mér smá stund svo færði ég mig þá elti hún mig. kærasti minn sagði við mig að hún treysti mér greinilega. Eitt sinn þá var ég að láta hana hlaupa í hringi og þurfti svo að skreppa til að hjálpa kærasta mínum og vini, því að Blakkur slapp frá þeim. Ég batt hana og hljóp af stað. Hún var ekkert hrifin af því að ég skidi fara og var óróleg svo að ég kallaði til hennar þá róaðist hún en svo þegar ég hvarf úr hennar augnsýn þá varð hún aftur óróleg. Hún er alveg yndisleg og svo rosalega blíð. Hún stundum minnir mig á lítið barn sem er að læra um heiminn :)