Minning um góðann hest og vin
Huginn var brúnn góður yfirferðatöltari. Hann var mjög viljugur og áhugaverður hestur.
Fjölskyldan eignaðist hann 7v og var hann þá hestur sem að flestir gátur riðið. Feikna duglegur og mikill klár.
Við stelpurnar á sveitabænum vorum mikið með hann og var ég svolítið að keppa á honum og vegnaði vel með það. Í efri sætum og var ánægð með hann.
Svo fór að líða hann var 9-10v og var stífur í beisli setti bakið upp og átti það til að reyna að rjúka með mann lagðist bara á beislið og hljóp af stað. Ekki fannst okkur það nú skemmtilegt.
Búið var að strengskoða og skoða upp í kjaftinum og skoða bak en allt virtist í lagi.
Það er búið að ríða mikið á þessum hesti og er þetta harður reiðhestur og vildi hann ekki að aðrir hestar færu fram úr honum, hvorki í reiðtúr eða í keppni. Í stýju og stóði réð hann.
Við vorum soldið góðir vinir og.
En núna síðustu ár þá hefur okkur fundist hann hlífa aftur fótum og meira hægri heldur en vinstri og héldum við bara að hann nennti hreinlega ekki að ganga.
Hann var búinn að missa alla yfirferð á töltinu og á brokkinu hoppaði hann alltaf uppá.
Nú fyrst í gær þá spattprófuðum við hann og viti menn jú hann var spattaður……. Ekki var nú gaman að heyra þessar fréttir.
Við vildum ekki vera að geyma hann fram á sumar ( því sagt er að á veturna í frosti þá er löppin verri) þannig að sú ákvörðum var tekin í fyrra dag að fella yrði klárinn. Og var það gert í gær.
Blessuð sé minning hans.