Jæja, þar sem ég var að senda ljóð inn á ljóð hér á huga, datt mér í hug að þessi tvö ljóð eftir mig ættu vel heima hér á hesta-áhugamálinu, því þau eru bæði um hesta. Vonandi njótið þið lesefnisins! :)

Hér kemur svo fyrsta:

FRIÐUR

Úti -
með goluna í hárinu

gróft faxið
strýkur hendur mínar
og hófadynur
glymur mér í eyrum

áhyggjulaus

finn ég frið



Og hér er hitt:

FRELSISSVIPTING?

Fljúgandi faxið hendist aftur
Fákurinn með vinindum berst
Þessi þvílíki ógnarkraftur
Þetta gæti ekki betur gerst

Hófar, holur, þúfur, móar
Hefurðu auga klárnum á?
Engum erfiðartíma sóar
Eftir sit ég og horfi með þrá

Getur gáfumennið tamið
Geysilegan frjálsan andan?
Látið líflegt folatryppið
Leysa vinnu og margan vandan?

Býr bakvið djúpsvörtu augun
Barnið og leikaraskapurinn
Sama sálarfreslislöngun
Sem ég þekki -ég hef séð þar inn


Vona að þið hafið gaman af nokkrum hestaljóðum! :)